Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Tilfinningagreind

eftir Goleman, mæli með henni, mjög áhugaverð

smá bútur af bls. 20

...Ánægja hefur þær líffræðilegu breytingar helstar í för með sér að virkni eykst í þeirri heilastöð sem spornar við neikvæðum tilfinningum.  Þá stuðlar hún að því að auka tiltæka orku jafnframt því sem hún lægir kenndir er ala á áhyggjum.  Hins vegar verður engin sérstök lífeðlisleg breyting önnur en sú að  ákveðin ró færist yfir líkamann og kemur honum til að jafna sig fyrr en ella á þeim líffræðilegu hræringum sem stríðar kenndir valda. Þetta gefur kost á líkamlegri hvíld og vilji og athafnaþrá aukast gagnvart hverju því markmiði og viðfangsefni sem vera skal.

...Kærleiki, ástúð  og kynferðisleg fullnæging hafa í för með sér örvun utansemjuhluta ósjálfráða taugakerfisins en slík örvun er lífeðlisleg andstæða þeirra viðbragða sem ótti og reiði vekja og eru fólgin í því að hrökkva eða stökkva. Mynstur þessa kerfis sem oft er kallað "slökunarsvörun"  felur í sér viðbrögð sem ná til alls líkamans. Þau stuðla að kyrrð og ánægju og gera samvinnu auðveldari.


neinei enga titlasviptingu, gerði alls ekkert sakhæft

þó ég hafi nú gaman af daðri og það sé í flestum tilfellum mjög saklaust, þá má nú einstaka sinnum svona á nokkra mánaða fresti taka daðrið á næsta stig hehe sem sagt daðra meðvitað .  En ég skildi nú þennan fulla litla dreng eftir þar sem þú skildir við okkur fyrir utan kaffið, þó ég hafi daðrað við hann á móti.  Hann var nú of drukkinn til að vera nothæfur hehe.  Þetta var nú bara þrælskemmtilegt djamm, dönsuðum mikið,  hlóum mikið , að Hr. eyrnastór með smá gayshow, að hljómsveitinni og ofurölvuðu fólki sem var nóg af þarna.  Vorum nú líka alveg hissa á því að Trommarinn var mættur í svaka djammgír bara, orðin öflugur kallinn ,tjúttaði meira að segja líka og svo sá ég nú baraaldeilis tvær gellur sem komu og kysstu hann. Humm hvað ætli hann sé búinn að vera gera af sér þegar við sjáum ekki til  Woundering Jæjajæja Og já humm, þar sem ég var nýgengin af stað heim eftir djammið fékk ég óvænt boð og lét kveða niður draug sem hafði verið að hrjá mig alvarlega í marga mánuði.   Tounge 

PS Daðurdrósin í 2 vikna stofufangelsi fyrir alvarlegt og meðvitað daður sem gæti hafa haft slæm áhrif á egó hins fyrrumrædda drengs, í ljósi þess að hann fékk ekki það sem hann bjóst við eftir daðrið


titla svipting !

 

Hin saklausa hefur verið svipt þeim titli...hun kannski segir okkur frekar frá því....eða hvað ?

 

McFlottirass


finnst vanta meiri krassandi kynorku hér uppá síðkastið

svo ég skora á Mc flottarass að koma með eina góða sögu, hún hlýtur nú að kunna fleiri en rabarbarasöguna, ég verð að fá e-h til að skemmta mér yfir. Þegar ég nenni ekki að lesa um tilfinningargreind og fjölgreindarkenningu.  Fyrst það er engin ný reynslusaga þá er málið að semja eina góða heheWink

blótum á þorranum

já um daginn spurði hágreiðslukonan mig, hvað ég vildi hafa langan tíma í að farða hverja konu.  Ég sagði ææ. best að gera ráð fyrir 40 mín.  það er svo misjafnt eftir konum hvað ég er fljót með þær.  Bróðir minn var í nágrenninu og sagði ,,já eftir því hvort þær eru fallegar fyrir. Hehe"  En alla vega eyddi ég laugardeginum síðasta í að farða fallegar konur hehe, sem urðu auðvitað en fallegri með förðuninni minni.  Svo fór ég í þennan ´líka flottasta kjól sem ég hef átt, algjör Gala stemming.  Hló yfir mig af skemmtiatriðum,.  dansaði heilmikið.. Fór í partý Og heim um 5 EIN  því miður, en hehe neinei það er miklu þægilegra að vakna ein. Stórskemmtileg nótt.  En já næsta helgi here we come,, erþagi bara bjór á barnum og tékka á stöðunni,, kannski klippa nokkur hár af höfði eða e-h annað okkur til dundurs,, kveðja sú saklausasta

 


Öskurdagur !

 

Eftir vinnu þurfti ég að fara að vera á grímuballi fyrir yngsta stigið í grunnskólanum.  Hjálpi mér allir heilagir segi ég nú bara, Flestir þarna voru morðingjar eða prinsessur, jú eitthvað var líka um nornir. Mest af þessum búningum voru keyptir út úr búð og ekki mikið annað fyrir því haft annað en að skella sér í búning og sett á sig gríma.  Þeir búningar sem ég tók eftir voru þeir sem greinilega voru heimatilbúnir, þetta voru kannski ekki flottustu búningarnir en þarna lá vinnan, börnin lágu kannski yfir þessu með foreldrum og höfðu mikið fyrir því að gera þetta eins og þau vildu hafa þetta.  Snýst þessi dagur orðið bara um það að fá sem mest nammi.   

Breittir tímar.....

Svo er fundur í kvöld í framhaldsskólanum um stefnumótun í ferðaþjónustu Grundfirðinga, svo bara heim að sofa held ég.

McFlottirass


Það er bannað að blóta,,,,

 

Ég mætti ekki á þorrablót..   hef ekki efni á solles munaði, en Saklausa stelpan fór...  og skemmti sér víst vel..   skora á hana að segja okkur aðeins frá því hvernig var...     svo er svo mikið djamm  framundan að ég er hætt að láta mér langa í .........

Miss McFLottirass


Sprengidagur.....

 

Við verðum með til sölu allar stærðir af sprengjum, líka sprengivesti. Einnig verða í boði  vörur á uppsprengdu verði í tilefni dagsins.

Saltkjöt og baunir....túkall

P.S...   ég óska öllum bollum  til hamingju með  mánudaginn.

Miss McFlottirass


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband