Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
24.11.2007 | 22:00
sammála
Ég var líka voðalega sátt við fimmtudagskvöldið, svo föstudagskvöldið leiddist mér hræðilega, nördaðist við tölvuna fram undir miðnætti þegar litla sys hringdi og út fór ég í joggingallanum. Við sátum tvær eitthvað fram eftir en það var fullt af fólki í húsinu, svo settust há okkur einhverjir strákar og við hófum upp raust okkar og við spjölluðum við þá til að verða 3 um nóttina, þá var komin heim ferða tími á fólk og allir undu sáttir við sitt. Þetta er líka fínt. Bara hitta annað fólk og EKKI vera að drekka. já þið lásuð rétt....ég var ekki að drekka, og það er sennilega heitasta slúðursagan í dag........ af hverju var ég ekki að drekka, jú.....það var ferlega kalt úti, og ég að vinna morguninn eftir. Þetta voru nú einu ástæðurnar.
McFLottirass
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 02:05
hahaha
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 17:42
HVaÐ?
Kynvillingar fóru á krá, kenndir, allir tíu einn var tekinn aftanfrá, og eftir voru níu.
Níu litlir nárakjassar nutu þess að hátta einn fékk skæða sárasótt þá sátu eftir átta.
Átta hýrir hommatittir hittust klukkan tvö einn tók fullstórt upp í sig eftir voru sjö.
Sjö graðir gleðipinnar gláptu á XXX einn þeirra sprakk úr spenningi spólunni skiluðu sex.
Sex blíðir attaníossar æfðu sig í rimm einn fékk sig fullsaddan sáttir voru fimm.
Fimm æstir analistar urðu flennistórir einn féll þá í yfirlið eftir voru fjórir.
Fjórir sætir sykurpúðar sungu ég er hýr" einn var kýldur klessu í komust undan þrír.
Þrem bústnum bossahossum bauðst að hnoða leir einn fékk af því standpínu eftir sátu tveir.
Tveir baldnir borusnúðar bögguðu ekki neinn en öðrum var gert að gifta sig gekk þá áfram einn.
Einn kenghýr kynvillingur komst víst aldrei heim en ekki hafa áhyggjur það er víst nóg af þeim.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 01:02
Viðsættanlegt ?
Mér fannst bara ballið vera fínt, við dönsuðum, vorum heilar í hausnum og ekkert kjaftæði. Væri alveg til í að geta verið svona stillt og prúð á fleiri böllum hérna heima. Mig langar reyndar ofboðslega mikið til að fara að skemmta mér með fólkinu sem ég er mest að umgangast og klæða mig upp í mitt fínasta púss, ekki oft sem maður fær tækifæri til að gera það, en bráðum koma blessuð jólin og kannski verður bara kjóllinn að bíða þangað til. Hver veit ?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 23:15
Já ballið á laugard.kvöld
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 14:51
nöppuð aftur !!!
Haldiði að það sé, ég lét lögguna taka mig. Og ég sem var svo ákveðin í að vera ekki að splandera og blandera eða eitthvað í þá áttina. Mig langaði að taka svona pólskt djamm, en það er víst bara tími og staður fyrir allt. Krákan var fín í gær, vantaði kannski frekar upp á fólkið en samt alveg hreint fínasta skemmtun. Og svo aftur í kvöld, ég er svo dugleg stelpa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2007 | 22:04
já sambland af þreytu og stessi er slæm
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 17:36
Draumkenndar upplifanir
Löngu gleymdir gamlir fjandar skríða nú upp á yfirborð lífs míns og húka þar yfir öllu eins og þeim einum er lagið. Úfið lífshafið sígur í sig síðustu gjörðir mínar og býður mér að gleyma. Með ógnina yfirvofandi og lognið á undan storminum tek ég mín fyrstu skref í átt að nýju lífi. Hræðslan í augunum og taumar löngu runninna tára geta komið upp um mig. En ótrauð held ég áfram. Upplifun á atburðum sem marka persónuleikann, sem settu mark sitt á sálina og skildu eftir sig djúp ör. Ég vil ekki gleyma en þó ekki muna. Upphafið á nýjungum er að renna sitt skeið en hvað kemur á eftir upphafi.... er það endir....ef ekki... hvað er þar á milli??? Hver er ég og hvað er ég að gera ?
Hugsuðurinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 18:37
úlfur í sauðagæru ?
jæja, nú er svo komið að við hittumst ekki mikið og kannski ekki mikið að verða breyting þar á þar sem mikið er að gera hjá okkur báðum, Það var mjög mjög gamann í Póllandi, og fullt af skemmtilegum karlmönnum, þeir skemmtilegustu voru frá Nottingham og ég var í svo miklum gír að tala ensku við þá að þeir voru alveg vissir um að ég væri frá London, sögðu að það væri ekki séns að enska væri ekki mitt fyrsta tungumál, " Are you taking a piss?" " Are you taking a mikkey?" PhAHaha þetta var geðveikt gamann.....og einn gaur sem kunni sko að dansa eins og herramenn eiga að dansa, svo nokkrir sem voru bara aðeins of grófir, en margir voða sætir og hressir. Nú er ég búin að drekka mig niður og er orðin fín.
Svo fyrsta sem ég heyri þegar ég kem á klakann er sögur um systur mína og vinkonu þessa svo kölluðu "dömu".....naahhhh... er hún búin að kúka upp á bak eða ??? það væri nú gamann að fá að vita hvort eitthvað sé til í þessum sögum, allavega væri kannski rétt að leiðrétta þetta ef þetta er ekki satt, allavega myndi ég ekki vilja svona sögu um mig sko !!!!! ha ...þú þarna "dama" glætan.. ég er bara orðin miklu meiri dama en þú, rétti bara fram kinn ef strákarnir kyssa mig.
Die hard 4 heima, gerist ekki betra, og rúmið mitt er uppáhaldsstaðurinn minn þessa dagana, og já, þó ég sé þar ein, það er bara betra held ég.
adios....jetan piwo
McFlottirass
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 14:22
aldrei lent í öðru eins
förðunardaman (ég) sem er vön að farða konur sem kunna lítið með make up dótið sitt að fara lenti í því að fá í hendurnar brúði sem kunni að farða sig jafnvel og ég og kenndi mér líka ný trix, ekki nóg með það heldur átti hún flottari förðunarvörur en ég já bara allta frá Mac og Bobby Brown, gerist ekki flottara. gaf mér meira að segja tvo hluti. Og litli heimilislegi pöbbinn okkar breyttist í háklassaveitingastað með 6 lífvörðum allt um kring, og þjónarnir (líka ég) sem eru vanir að henda bjórdósum í fólk þurftu nú að bera fram 6 tegundir af rauðvíni 4 af hvítvíni , fflott freyðivín í fordrykk og hið eina sanna kampavín í eftirrétt. Gamli var nú samt eins og hann er alltaf ,, kann bara sem betur fer ekki frönsku svo hann gat ekkert gengið fram af fínu gestunum hahaha. Já þetta var sko magnað brúðarkjóllin var nýlentur beint frá London og gellan var í Jimmy Choo skóm. Sko þetta eru merki sem maður sér bara þegar Oprah er með þátt um uppáhalds hönnuðina sína. EN já þetta var skemmtilegt og ofboðslega yndælt fólk sem kyssti mann og knúsaði mörgum sinnum fyrir aðstoðina og borgaði bara í fimmurum. Frábær helgi og veskiðhlaðið fimmurum. Svo þegar búið var að losa húsið af gestum tölti saklausa gellan á næsta pöbb þar sem henni til undrunar var en opið og slatti af fólki en í ljós kom að þar hafði nýlokið sér af hljómsveit með nokkrum local strákum, var með tónleika svo það var slatti af úngu fólki og svo kunnuglegar barflugur sem ég settist hjá við barinn og var svo skratti þreytt og þyrst að ég þambaði slatta af smirnoff ice þar til ég rétt hékk á barstólnum. En það deyfði verkinn í fótunum og bakinu og gaf smá kærulausuleysi en það var nú komin tími á smá kæruleysi eftir allt stressið undanfarna daga með skólaverkefni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)