Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
9.7.2008 | 23:36
sumarið
já óttalega slappar að blogga gellurnar. En já hingað til bara stórfínt sumar, byrjaði á nokkrum fjallgöngum, svo hafa verið fáein spilakvöld, eitt trivial og svo guitar hero sem er nýjasta æðið á heimilinu, hehe. Fór með brósa til Amsterdam. Það var algerlega frábært. Og svo bara letilíf í sumarfríi, garðvinna og stússast með soninn og frænku. Framundan eru svo fjölskylduferðir, Flatey næsta helgi og bústaðarferð í næstu viku. . Jájá bara nóg að stússast og lítið um djamm en meira svona eitt og eitt bjórkvöld, Eða kaffikvöld, Þegar einhver kemur við. Bara voða notalegt. En aðaldjamm sumarsins, á Góðri stundu verður nú líklega tekið rækilega, er þagi vinkona.
kveðja daðurdrósin í sumarfríi

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)