Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
29.4.2008 | 17:00
Óvæntur næturgestur !!
Glætan að ég hefði getað sofið heima hjá mér síðustu nótt. ég var búin að liggja uppí rúmi í c.a. klukkutíma að glápa á sjónvarpið og var alltaf að heyra eitthvað skringilegt hljóð. Fyrstu hélt ég að það kæmi að utan en svo var nú ekki, þá fór ég að berja í videotækið sem b.t.w. kemur alltaf með einhver skringileg hljóð , en það átti ekki við í þetta skiptið. Ég kíkti út um allt og fann bara ekki hvaðan þetta hljóð kom. Þannig að ég lagðist bara út af aftur og hélt áfram að horfa á kastljósið. Svo heyri ég hljóðið aftur, og nær mér í þetta skiptið. það var eiginlega bara alveg við hliðina á mér. Svo ég fer eitthvað að færa til dýnuna og kommóðuna, sé ég þá ekki mér til mikillar skelfingar, litla mús trítla frá kommóðunni minni.....ARG!!!! fyrstu viðbrögð voru að hoppa upp af dýnunni, á nærbuxunum, og fram... með sængina utan um mig, ég hljóp beint fram í forstofu og fór í stígvél dóttur minnar. Eftir að hafa staðið á nærbuxunum og stígvélum frammi í gangi þó nokkurn tíma þá óx mér kjarkur til að fara aftur inn í herbergið og ná í símann minn. Ég hringdi í mömmu og bað hana að koma og hjálpa mér að ná helv...%$&#$% rottunni...við reyndum að finna hana í þó nokkurn tíma en þegar við svo náðum að fæla hana undan kommóðunni þá hljóp hún í áttina til mín.... og hvað gerði ég þá.... jú ég bara sparkaði í hana....heheh.... var að drepast úr hræðslu og ógeði.... hún fór svo bakvið fataskápinn og undir sökkulinn á honum svo það var ekki séns að komast að henni...Ég lét þá bara mömmu taka stelpuna heim til sín og hringdi í pabba og lét hann koma með músagildru til mín....... ÐÖKK....
.. Ég vil ekki fá svona næturgest aftur... og það verður erfitt að sofa aftur í þessu herbergi.
Thanx.... McFlottirass
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 08:22
Mig vantar !!!
Ég langar í öskubusku til að taka til og þrífa heima hjá mér til þess að mig geti vantað mann til að mála hjá mér, til þess að ég geti fengið einhvern ti að setja saman rúm fyrir mig.... ... allir sáttir !
Svo langar mig í sumarfrí....... en ég held ég hefði ekki gott af því...... mig langar líka í trópí.....
en þú .... vertu dugleg að læra mar...... !!!.....dúdúdú.....
McFlottirass
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 00:52
Gleðilegt sumar
Var búin að skrifa heila ritgerð, þegar síðan fraus, svo tilraun 2. Já var í REykjavík. ´Fekk far og föstudegi með brósa, ætlaði að læra um kvöldið en engin nettenging í íbúðinni sem við gistum í svo skelltum okkur á Players. Á 1 árs afmæli Dalton. Svaka fjör bara. DJammaði svakalega, fullt af drykkjum í boði. Fór niðrí bæ með gaur sem ég kannast við, hann var í einhverri fýlu,, kærastann sló hann og hann vissi ekki af hverju. Svo ég var svona hressa stelpan að djamma með honum og hann bauð upp á djammið , enda var það hann sem dró mig niðrí bæ þegar ég ætlaði heim að lúlla. Nú eftir smá flipp á Q- bar og enda á Amsterdam. Þá fórum við heim, ég mjög full og hann mjög mjög fullur. Fyrir utan heima hjá mér þá dugðu engin mótmæli, hann kom þar með mér út. Svo ég sat uppi með hann, en það var í lagi svæfði hann strax svo hann myndi ekki gera neitt sem hann myndi sjá eftir. ENda var hann þakklátur fyrir það daginn eftir þegar hann vaknaði frekar ringlaður hehe. Saklausa daðurdrósin stóðst freistinguna þrátt fyrir ölvun og gr...u
Á laugardaginn, var svo pínu lært eða þar til tölvan dó...HATA fartölvur.. þær virka aldrei hjá mér. Mcflottirass kom svo og gisti hjá mér,hún var að mömmast á sunnudagsmorgunn. Svo kíktum við smá Kringluhring,, svooo gaman á búðarápi ,,,, svo fór hún nú heim,,
Fór svo í skólann og svaka f´jör ,, svo skemmtilegt fólk. ´Í lífsleiknitímanum fórum við í Trommuhring hjá Karli Ágústi Úlfsyni,, það var geggjað svona hópefli með trommum,, bara gaman. Svo fékk ég verðlaun,, var til kosin af samnemendum . Fyrir mestu framfarir á námskeiðinu í að verða félagslyndari og opnari. HEHE gaman að því. Á eftir að sakna skólafélaganna í sumar en alls ekki skólans held ég,, úff get ekki beðið eftir sumarfríi þar.
Á mán kvöldið hitti ég svo vinkonu og fór með´henni á uppáhalds miðbæjarstaðina mín,, á Kaffi París og bókabúð. Voða notalegt og svona stelpuþáttalegt stelpukvöld hehe. Mikið blaðrað um hin ýmsu stelðumál.
Kom heim á þriðjudegi alveg gjörsamlega endurnærð og hamingjusöm eftir svona fjölbreytta daga, a lot of me time og breytt umhverfi. kveðja saklausa daðurdrósin
Dægurmál | Breytt 1.5.2008 kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 21:56
Sumarið er tíminn......
Hjólið, línuskautarnir, timmskórnir.... hundaskíturinn, flugurnar, malbikunargengið, útlendingarnir,
endorfin i miklu mæli......me likey likey.....
McFlottirass
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 17:11
Verðandi McFlottarirass
Ég var spurð í dag hvernig hafi gengið í skólanum, nú þegar hann er búinn.... jú mér gekk bara vel svaraði ég....með níu í báðum fögum þessa önnina,...þá var ég spurð hvort ég væri svona dugleg að læra.... nei ég viðurkenndi nú alveg að það væri ég ekki... ég kynni þetta bara svona vel. Heilbrigð skynsemi og reynsla kemur sér voðavel þegar maður er í svona námi. og jú kannski er ég soldið dugleg líka
Ég var í RVK í síðustu viku á námskeiði hjá iðntæknistofnun í stjórnun, það var voða gamann, strembið soldið að þurfa að sitja í tvo daga í röð í 6 tíma fyrirlestrum þegar maður er vanur að vera að vinna standandi í lappirnar sjö tíma á dag.
Var ég búin að segja ykkur hvað ég væri orðin feit.... jæja....það stendur til bóta.... er orðin illa ofvirk og á erfitt með að vera kyrr, svo það eru vonandi bjartir tímar framundan í þeim efnum.
seinna..... McFlottirass....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)