Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hálfvit !

 

Skólinn  byrjaður á fullu og ekki laust við að  manni líði bara aðeins betur þegar maður hefur eitthvað fyrir stafni og reynir aðeins á heilann.   Fyrsta verkefnið er í Mannauðsstjórnun sem er alveg svakalega heillandi og skemmtilegt fag.  Spurningu sem velt var upp í fyrsta verkefni var afsakplega gamann að pæla í...  og hún hljóðaði svo : Hver er munurinn á Starfsmannastjórnun og Mannauðstjórnun...   Virkilega interesting....  Út frá þessari spruningu erum við svo að vinna mjög skemmtilegt verkefni.   Já skólinn gengur fínt, hef engar áhyggjur af honum, mestu áhyggjurnar sem ég hef þessa dagana er að ég er að springa úr FITU.   Get ekki lengur reimt skóna mína og kemst ekki inn í bílinn.   Harður heimur maður.  

Ég leit út um gluggan og þakkaði fyrir það að það væri gott veður þennan tiltekna morgun.  Það var logn og engin snjókoma.  En eitthvað hindraði mig í að fara á fætur.  Klukkan var bara 5 og ég ákvað því að leyfa mér að sofa aðeins lengur.  Enginn var hafragrauturinn í dag, bara jógúrt og ávextir í morgunmat hjá barninu mínu.  Eftir að hún fór í skólann fór ég aftur í rúmið og svaf til að verða 10,  það var frekar ljúft.  Nema, þegar ég vaknaði  var búinn að bursta tennurnar og greiða mér fattaði ég að ég átti að vera löngu mætt í vinnuna...  þvílíkur hálviti..... ég hljóp í vinnuna og átti þar ágætan dag.....

Svo bara læra læra...  gamann gamann... Miss McFlottirass


laugardagur

pizza og bjór á Kaffi,  vorum frekar fúlar að hafa ekkert að gera og veðrið bauð ekki upp á neitt flakk, hörkuvetur,  komumst samt að því að það eru betri tímar framundan svo við verðum að þrauka þangað til.  Hrund kaffikona upplýsti okkur um það að 22. feb. er ball með æ hvað heitir hún nú aftur,  það er pabbahelgi svo það er útlit fyrir djamm og næstu helgi eftir það er grímuball með diskóþema,  við missum aldrei af grímuballinu árlega, þá verður Sixties að spila,  svo við verðum að fara að plana búninga.  Svo á Mcflottirass afmæli 6. mars og það verður ball þann 7. svo þá verður afmælisdjamm.  Já eftir þessar upplýsingar klofuðum við skafla yfir á Krákuna þar sem við sátum til 03.  Drukkum bjór og spjölluðum þangað til við vorum uppiskroppa með umræðuefni, þá var sótt tölva og farið að chatta.  Bara hangsikvöld, en ágætt samt.  Erum ekki ánægðar með trommarann að hafa ekki boðið okkur með á sveitaball í Borgarfirði   Angry    kveðja Saklausa letistelpan  sem er btw búin að kaupa sér Þorrablótsmiða fyrir blótið á næstu helgi

Föstudagur

 

Kórapartý í heimahúsi, ógeðslegt veður, tók bara með mér nóg af öli,  Sat og söng með fólkinu, reykti og spjallaði,  nice bara,   Ætlaði svo að kíka á Krákuna með þessari saklausu en NEI!!!   það var bara lokað á miðnætti    djöfulsins lýður sem er að hanga þarna og vera með vandræði til leiðinda fyrir okkur sem kunnum að meta það að sitja þarna og drekka í ró og næði.   Svo langar mig mikið í rvk, en það er er ekkert að fara að gerast... og btw, rvk langar í mig.  heh....    Svo  ég get ekki einu sinni hangið á netinu í kvöld..     WHAT TO DO ?....   er frekar bara leið á þessu  og ÞOLI ÞETTA EKKI LENGUR..  á maður bara að fara að hanga heima og læra og horfa á RUV  eða eitthvað....    ég bara get það ekki..  þegar ég á frí þá verð ég að fá að gera eitthvað, þá sjaldan að ég er í fríi og "þarf" ekki að vera að gera neitt....

Crap....  McFlottirass


fimmtudagur

krákan - 2 dömur - 2 öl - mikið spjall,, á morgun verður það krákan - 2 dömur - fleira fólk - fleiri öl-  meiri pælingar um lífið og tilveruna

Bíða eða búa til....

 Það er annaðhvort eða. 

Var að hugsa um djamm.  þannig standa málin að við erum búin að ákveða að fara ekki á árshátíð.  Ég held að það sé nokkuð útsýnt með það að ég fari ekki á Þorrablót.  Ég er búin að bóka mig í skólann 9 og 23 Feb,  ætla að taka vinnuhelgar þá.  Er einhver séns á að gera eitthvað áður en 1. mars rennur upp ?...    En það er samt alveg hægt að reyna að finna sér tíma til að gera eitthvað samann, ef viljinn er fyrir hendi.   Endilega vera í bandi..   hvað er hægt að gera ????


Krákan...

 

Fór bæði fös og lau kvöldin á krákuna, föstudagskvöldið var ég systa og Ragga litla bara að hanga og spjalla.....  Laugardagskvöldið  var svo Skari rabbabari og Raggi og Hjalta eitthvað að hanga þarna og ég fór og hitti þau.   drakk tvo bjóra og var mjög leiðileg, var eitthvað skringilega þreytt og ónothæf í nokkurn skapaðans hlut.   Ég var komin heim um hálf eitt og fór bara beint að sofa...Vaknaði svo bara eldsnemma  í dag og naut dagsins..  klukkan var eitthvað um half tvö þegar ég skreið fram úr... m mmm   elska sona daga.......    stillt veður, allt hvítt úti,  vinna kl  16 og bara chill....   samt svo þreytt eitthvað ....  jæja....what EVER!!!!  

HAve a nice day

Miss McFlottirass


jámm..

það er nú bara í stíl við hinar lægðirnar sem gengið hafa yfir...   en skemmtileg saga frá mér....

Ég fór í borg óttans síðustu helgi, bara svona til að skipta um umhverfi. ég gerði svosem ekkert merkilegt, fór ekki einu sinni í eina búð.   En ég fékk skemmtilegt blast from the past, sá mann sem ég var að deita fyrir 7 árum, ...   svo  sá ég mann sem ég var að deita fyrir 5 árum, svo sá ég mann sem ég var að deita fyrir 2 árum, og svo sá ég mann sem ég var að deita í fyrra...   stjörnuspáin fyrir þennan dag hljóðaði einhvern veginn svona...    Fortíðin er að baki...   ekki líta aftur fyrir þig og þá geturrru verið þú sjálf....   Komm on..   og hvað var þessi draugur fortíðar að segja mér..     að ég á að halda áfram, eða hætta að deita..  skil ekki þetta point...   getiði hjálpað mér að fá einhvern sens í þetta ???

McFlottirass


já já hún er komin

Djammlægð ársins, sem skellur alltaf á á þessum tíma. Janúar. Svo hressist aðeins yfir á þorranum með tilheyrandi blótum, en fólkið er nú í dvala þar til sólin nær að senda geisla sína yfir fjöllin á ný.  Við erum þó ekki í neinu skammdegisþunglyndi, síður en svo. Bara höfum það kósy , það er vetur núna, allt á kafi í snjó, voða kósý að drekka kaffi eða kakó og spjalla við vini eða sitja einn með sjálfum sér og velta fyrir sér liðnu ári og nýju ári.  alltaf heitt á könnunni, kveðja Miss innocent

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband