Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
9.7.2007 | 20:51
enginn tími til að sofa...
Maður hefur bara ekki tíma til að sofa lengur, svo mikið er að gera í djammlifnaðinum, á Föst. kvöldið var ég hálflost að vera bara ein að danglast, fann mér samt tvær kellur til að eta með á Kaffi, og rölti svo á Kákuna, þar sem ég sötraði með Finna og Höllu á spjalli, en það endaði nú þannig að gömlu fóru upp að sofa og ég tók við barnum, og sat þar uppi með með tvö litla hópa af einhverjum snillingum, sem ég hafði ekki gaman af og var svoooo fegin þegar ég losnaði loksins kl. hálf4. Já Lau. var nú bara rugl sko Kaffi 59 fram að lokum og maður er nú ekki alveg skynsamastur eftir 5 skot og annað sull, svo fótboltinn, haha gellurnar fljótar að forða sér þegar kvartað var undan hávaða, svoldið löngu of gamlar til að láta það fréttast um sig að hafa verið í "krakkahópnum sem var með lætin á vellinum í nótt" haha, en þá bara beint í e-h rugl partý og á nú reyndar myndaskot af rúminu góða og slatta af fólki sem var að testa það. Á eftir að ritskoða þær áður en ég ákveð hvort þær verði birtar. Ég fór heim um 6 og svo í Flatey kl. 8 svo það var bara ekkert sofið þessa nóttina, enda var ég í hálfgerðu móki í sólbaði allan daginn í Flatey, kom svo kl. 21 til baka og skellti mér beint á Krákuna til að hlusta á Norodna Musika, mjög skemmtileg stemming á Krákunni, þessi búlgarska tónlist og kráinn full af túristum, já og ókunnu fólki, svona útlandastemming. Og að sjálfsögðu var sötrað og hlustað og spjallað og notið útýnis yfir myndarlega menn. Fórum svo síðastar út eftir að aðstoða smá við frágang, lóðsuðum svo músikmennina að gistiheimilinu og töltum heim um 2. Var frekar mygluð í vinnunni í morgun en það slapp. þangað til næst ,,
sofa sofa kveðja saklausa dAðurdrósin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 19:28
nú er nóg!
Gærkveldið byrjaði á krákunni þar sem setið var yfir einum öl og blaðinu... ekkert spennandi að gerast þar. Svo ferðinni var heitið á kaffi og þar festumst við yfir mikilli drykkju og einhverju rugli bara. Fórum svo í fótbolta en vorum rekin í burtu þaðan og enduðum við í partýi við bókasafnið og þar var mikið rugl í gangi... En rúmið "'OMÆGAT"... ef mar bara gæti fjárfest í einu sona :) jæja.... nennti ekki að vekja litluna til að fara með hana í ferðalag í morgun... hun bara hvæsti á mig...þreytt þetta grey eftir fótbolta og þess háttar.
Kvöldið í verður tekið í Krákunni í þetta sinn til að hlusta á HAuk Grön.... spila eitthvað 0fur snillingalega þjóðlagatónlist. nokkrir öl og svo taka til á morgun......
TrukkaMElla....ÚT!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 20:23
houston we have a promblem!!!
svo... fór í bæinn á föstudag eftir vinnu, og var bara sona fótboltamamma á laugardeginum, svo hringdi gamla og vildi endilega fá að vera í ömmuleik í kvöld.. svo passið ykkur nú!!!..svo kemur bara í ljós( þó að ég komist ekki í ljós) hvort það verður eitthvað ferðalag á morgun með hinni gellunni.....en allavega... held að ég fari og liti á mér hárið....reyni að standa undir nafni og vera smá gella....
kveður í bili......
Dægurmál | Breytt 4.9.2007 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 13:40
Curly Sue
fyrsta sem mér datt í hug þegar ég kom af hárgreiðslustofunni í gær, en Curly Sue var minnir mig bíómynd sem ég sá þegar ég var lítil. Alltaf gaman að fá nýtt fyrirtæki í bæinn ,, sérstaklega þegar það nýtist mér og er alveg í nágrenninu,, haha já var mjög ánægð eftir dekrið í hárgreiðslustofunni Tikvu, þar er nuddstóll við vaskinn og hún Hugrún er nú alveg sérstaklega indæl og fær hárgreiðslukona. Nú er ég algjör ljóska og allt í krullum, því hún vildi endilega prófa krullukremið sitt og hárið mitt tók hressilega við því. Það er en sama veðurblíðan, þetta er eins og vakna sama daginn aftur og aftur í 3 vikur, maður drattast syfjaður fram úr á morgnanna og dregur frá og TATA sól og blíða, verst hvað maður er óvanur þessu og á nú voða takmarkað úrval af kvartbuxum og hlírabolum,, en ef maður nennir að henda í þvottavél þá er þetta nú reyndar bara klukkustund að þorna í svona veðri. Hvað er ég að bulla eins og einhver nenni að lesa þetta. Æ whatever,, það les þessa síðu ekki nokkur maður fyrir utan okkur vinkonurnar,,haha ennþá alla vega,, Hey en þegar þú dettur í blankheitaþunglyndi þá er gott ráð að hugsa um að vaxtabótamánaðarmótin eru næst. Það geri ég.
Kveðja hinn láglaunaræfillinn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 16:47
er klipping málið?
hvernig get ég eignast peninga til að geta keypt og gert allt sem ég vil...... ???? ef einhver hefur svar við þessu þá vil ég endilega fá uppskriftina... fólkið í næsta húsi er svo nýríkt.. en á ekki bót fyrir boruna á ser.. hvernig er þetta hægt... að geta eytt helling.. en eiga ekki neitt.... Núna til dæmis langar mig að lita hárið mitt... láta klippa það... kaupa mér mótorhjól... byggja bílskúr og taka húsið í gegn að innan.. en nei.. ég verð að sætta mig við það að ef ég ætla að láta eftir mer að drekka bjór, reykja og borða að þá verð ég bara að gjörasvovel að lifa eins og einhver lúser. Svo með kynlífið... arg.. hvað getur verið pirrandi að fá ekki þegar manni langar.. allt verður að fara eftir einhverjum öðrum ... samt langar mig alls ekki í samband sko.. vil bara eiga einhvern´inn í skáp til að fullnægja þörfum mínum.. eða einhvern sem kemur hlaupandi þegar ég hringi... jæja..
nú legg ég augun aftur
og aftur og aftur........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 22:47
sól í hjarta og útí garði


Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 19:45
nú er sko gamann
Búið að staðfesta roadtrippið og ekki aftur snúið. Sólin skín sem aldrei fyrr þessa dagana og ekki laust við að maður sé bara í smá sumargír. Hlakka mikið til að fara í fríið mitt og liggja, drekka og eitthvað fleira sem fólk gerir í fríi. Síðasta helgi var bara soldið skrýtin en ágæt samt, einhverjir enduðu á vegamótum, og svo var tekin hringurinn daginn eftir. Mótorcrossmót í ólafsvík á laugardaginn og svo mikill rúntur á aðfaranótt sunnudags.Og hver önnur en aðalfyllibyttan að keyra, og bara ekki frá því að ég hafa lía verið hressust af öllum. fyrir utan kannski ljóskuna sem var með í för, einhver skrýtin stelpa sem ég er að aumka mig yfir og veit ekki alveg hvernig ég á að fara að henni.
KvEð í bili... TRukkaMEllan!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)