Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

að springa úr bjartsýni

já það er ekki annað hægt en að vera yfir sig bjartsýn á þessum rosalegu sólardögum, og freknufés. Gellurnar hertu sig uppí Jónsmessugöngu á Klakk, til að freista gæfunnar, því sagan segir að þar í Klakkstjörn fljóti óskasteinar á miðnætti. Lögðum nú ekki í að skella okkur til sunds til að leita, en gönguferðin tók á og var mjög hressandi á þessum fallega degi.  En Já nú skulum við láta road tripið ganga upp þetta er búið að vera í hugmyndabankanum í langan tíma nú er rétti tíminn til framkvæmda. The dancers í Útrás  19- 22 júlí  W00t   humm,, á eftir að tékka á fríi í vinnunni en það hlýtur að reddast.

Fiskurinn

Fæddist í mars, lítill fiskur,
Fallega bjartur, sálin hrein
Hreistrið gljáir - hörpudiskur,
Lifir í eigin hugarheim.

Snilldar sniðugur fjörfiskur,
Spinnur upp ævintýrin fín.
blekið bruðlar, er ekki nískur
felur sig bakvið orðin sín.

Utangátta, annars huga,
Vill ekki sjá sannleikann
Reynir að láta drauminn duga,
Drífur skammt, senn vaknar hann...

 

 

 


bjartsýni

 

 

Er orðin uppfull af bjartsýni og von þessa dagana, road trippið er að smella samann, vonandi að það gangi eftir. Tónleikarnir í gær voru fínir, hefði auðvita mátt koma meira af fólki. Það týndist inn eftir miðnætti og svo var bara pallapartý eftir lokun, nokkuð gott. Dalton ömurlegir að beila á ballinu en ekert við því að gera, SÓL....SÓL.....SÓL.....  brúnkan að gera sig hjerna megin.


DAns

Ég veit ekki hvort við hittumst aftur
Því þú ert svo feiminn og ég svo pirruð
Því þú ert eitthvað svo latur og ég er eitthvað svo æst
Og við fílum hvorugt dans
Undarlegt að við skyldum byrja að dansa



Star
1983-

 

hversu oft hefur maður lennt í þessu :)


hey ekki svona svartsýn

aflinn sem við lönduðum á sjómannadaginn var svo helvíti vænn að við lifum á því út mánuðinn eða 3 vikur alla vega, er nú komin með leið á Sixties en The 66 voru þrælfínir en ég er líka alveg að fíla svona gamalt rokk, bíð spennt eftir balli með þeim aftur. En já þjóðhátíðardjammið var aumt en Napóleon var alveg að standa sig ágætlega og uppistandarinn bjargaði kvöldinu, maður var alveg að pissa á sig af hlátri Grin

Er þetta Málið?

 

Einhver ömurlegasta byrjun á sumri!!.. hef aldrei upplifað annað eins...   jú sjómannadagurinn var fínn sko..  samt ekkert eins og hefur verið og 17. Júní.. ertu að grínast í mér. Nú verður róið á önnur mið, veiðitímabilið í Grundarfirði hefur verið stytt.  Varð mér úti um smá kvóta aukningu og sá kvóti verður nýttur vel þeas þangað til að stofninn er uppurinn. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband