Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
25.6.2007 | 23:06
að springa úr bjartsýni

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2007 | 13:23
Fiskurinn
Fæddist í mars, lítill fiskur,
Fallega bjartur, sálin hrein
Hreistrið gljáir - hörpudiskur,
Lifir í eigin hugarheim.
Snilldar sniðugur fjörfiskur,
Spinnur upp ævintýrin fín.
blekið bruðlar, er ekki nískur
felur sig bakvið orðin sín.
Utangátta, annars huga,
Vill ekki sjá sannleikann
Reynir að láta drauminn duga,
Drífur skammt, senn vaknar hann...
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 12:53
bjartsýni
Er orðin uppfull af bjartsýni og von þessa dagana, road trippið er að smella samann, vonandi að það gangi eftir. Tónleikarnir í gær voru fínir, hefði auðvita mátt koma meira af fólki. Það týndist inn eftir miðnætti og svo var bara pallapartý eftir lokun, nokkuð gott. Dalton ömurlegir að beila á ballinu en ekert við því að gera, SÓL....SÓL.....SÓL..... brúnkan að gera sig hjerna megin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 21:20
DAns
Ég veit ekki hvort við hittumst aftur Því þú ert svo feiminn og ég svo pirruð Því þú ert eitthvað svo latur og ég er eitthvað svo æst Og við fílum hvorugt dans Undarlegt að við skyldum byrja að dansa |
hversu oft hefur maður lennt í þessu :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 17:25
hey ekki svona svartsýn

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 19:53
Er þetta Málið?
Einhver ömurlegasta byrjun á sumri!!.. hef aldrei upplifað annað eins... jú sjómannadagurinn var fínn sko.. samt ekkert eins og hefur verið og 17. Júní.. ertu að grínast í mér. Nú verður róið á önnur mið, veiðitímabilið í Grundarfirði hefur verið stytt. Varð mér úti um smá kvóta aukningu og sá kvóti verður nýttur vel þeas þangað til að stofninn er uppurinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)