Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
29.10.2007 | 18:30
Stórir Strákar.......
Í dag er ég þreytt, það reyndar kemur soldið oft fyrir. Alveg sama hvað ég sef, ég er alltaf þreytt. Í dag leitaði ég að holu, ætlaði að skríða í hana og vera þar sem eftir var. Ég var líka í mörgum fötum og var kalt, nú er mér heitt. Mig langar í knús. Einu sinni fór í á bílnum út í búð og labbaði heim, fattaði það ekki fyrr en daginn eftir. Ég bað einu sinni strák að giftast mér, hann sagði "svara þér seinna" hef ekki enn fengið svar frá honum, það eru 5 ár síðan. Einhvern tíma þegar ég var lítil var mamma að taka mig úr lopapeysu og ég fór úr axlarlið, var svoleiðis í 3 daga. Ég lenti líka undir dýnu og hætti að anda um tíma, það var bara blásið í litlu stelpuna. Ég eignaðist barn 19 ára. Ég elska þegar það er himinn, þ.e.a.s, stjörnur, norðurljós og þ.h. Mér finnst gott að kúra. Ég hef mjög gamann af því að horfa á handbolta og F1 í sjónvarpinu. Mér finnst gamann að vera í stórum jeppa. Ég þoli ekki tómatsósu.
Brot af mér. Miss McFlottirass
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 17:28
jæja mætti í sögustund
já ég er svo busy í náminu mínu að ég fer ekki útúr húsi,, er búin að setja flest vinasambönd í biðstöðu, fyrir utan mína bestustu bestu vinkonu. Já ég fór í gærkvöld aðeins á pöbbinn til að hitta hana og fá nýjar krassandi sannar sögur. Af því sem hún hefur verið að gera af sér uppá síðkastið. Drakk 2 Lite með því af tilefni Vetrakomu og rölti svo heim skjálfandi í kuldanum.
Kveðja Saklausa skólastelpan
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 19:25
Árshátíð Bæjarstarfsmanna
Já, Saklausa daðurdrósin var í skólanum í Rvk. alla síðustu viku að bæta gáfurnar en frekar. Daðraði að sjálfsögðu við álitlegasta samnemendann en er samt svo stillt. Ekkert rugl ,, annað en hún vinkona mín hérna ,, hummm búin að vera að selja mikið af pulsutilboðum meðan ég skrapp frá .
En já ég kom heim á föstudags.kvöldið fór bara snemma að sofa, þreytt eftir vikuna, var nú aðeins að hugsa um að hringja í Sjoppustelpuna en svefninn tók völdin. Svo var smá make-up job á lau. fyrir árshátíðina.
Já svo mætti Saklausa daðurdrósin glimrandi fín með samstarfsfólki á árshátíð,, skemmti mér stórvel á skemmtiatriðum og hló þar til mig verkjaði í kinnarnar af vitleysunni í Björgvini Frans. Stórfínn matur, Krákukokkarnir klikka ekki. EN þemað var ÁST og ég var nú alveg komin með upp í kok af ástarvellulögum sem hljómuðu á milli atriða. Bara það væmnasta væmna. En tilgangurinn var víst að fjölga grundfirðingum sem eru orðnir óþarflega fáir. Held þetta hafi nú ekki haft nein áhrif en hver veit alla vega ekki á mig.
Svo mætti Sixties til að spila en byrjuðu á svona eldri fólka dansi lögum svo ég var svona frekar illa gerður hlutur um stund en fór bara út í reykinn með Trommaranum. Meðan ég beið djammfélaganna sem ég ég þarf til að geta dansað og djammað af engu viti
Svo kom loksins Sjoppustelpan Mcflottirass , og þá var hellt meiru í sig og farið á dansgólfið og það gerðist bara nokkuð merkilegt, já Trommarinn kom að dansa og dansaði alveg heilmikið. Við vorum nú bara frekar hissa eftir að hafa djammað með honum í allt sumar og aldrei náð honum almennilega á dansgólfið. Já svo var bara dansað og svo lét Mr. Moon loksins sjá sig en hann var búin að lofa að koma að djamma með systur sinni, og stóð við það. Svo var dansað meira.
Þetta var nú bara gaman. Það kom örlítill vindgustur á mig þarna fyrir utan sem hitaði mér smá en ekki nóg. Svo fórum við The dancers eftir ball í partý ásamt nokkrum hræðum,, en ekkert varið í það. Ég fór svo bara heim samferða Trommaranum og Grunnskólakennaranum,, og fór alein að lúlla en Sjoppustelpan fór heim með litlum strák sem hefur líklega verið búin að versla pulsutilboð hjá hennii áður. You naugty girl
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2007 | 10:30
blús !
Hef ákveðið að prófa mig aðeins áfram í að syngja djazz og blús... hvernig líst ykkur á það, þetta óperuvæl er orðið soldið þreytandi, ekki fyrir mig sko, mér finnst það mjög gaman. En aumingja fólkið sem þarf að hlusta á mig er bara ekki alveg með geðheilsuna í þetta. Kannski þau ná að slappa betur af undir angurværum blústónum frá mér í framtíðinni, held það sé líka meiri slökun fyrir mig að gera þetta sona.
Ég er búin að vera svo þreytt síðustu daga að það er engu lagi líkt. allt einhvern veginn að gefast upp í kringum mig. nema að þvottavélin, hún er bara komin í lag held ég, búin að þvo tvær vélar og hún virkar enn, svo við vonum það besta, ekki satt.
Það kom til mín eldri maður í gær og spurði mig hvort ég væri búin að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, ég tók bara þetta sígilda :" ég held að ég stækki ekkert meira úr þessu", þá sagði hann " hvað þú ert nú varl meira en svo 19-20 ára"... nú orðið er ég alltaf að lenda í þessu og ég held að það sé miklu frekar hvernig ég haga mér sem fólk heldur þetta en að ég sé eitthvað ungleg í útliti.
hvernig væri að koma með smá færslu um síðustu helgi......HA!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 15:25
litlir drengir þurfa leiðsögn....
Heh...nú gefst ég upp.... vekjaraklukkan hringdi klukkan hálf sjö, ég tók upp símann og sagði "SHIT" þú verður að fara, kærastinn minn var að senda mér sms og hann er að landa niðrá bryggju, bless, takk fyrir mig....... ég nennti ekki að kenna honum þessum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2007 | 14:00
raunveruleg smásaga.....
Það hefði verið eitthvað um símtöl um kvöldið en ég var búin að blása alveg af að fara eitthvað út vegna þess að það var vinna daginn eftir og ég var einhvernveginn hálf þreytt bara. ég sofnaði yfir sjónvarpinu um tíuleytið og blundaði þar til tvö um nóttina, þá hringdu þeir aftur.
Ég tók það staðfastlega fram að mig langaði ekki út að leika með þeim. Eftir nokkuð þras og rugl skellti ég á, setti síman á "silent" og fór inn í rúm þar sem ég ætlaði að halda áfram að sofa. Sms-in hlóðust upp og ég gat ekkert sofnað og var komin í rugl gírinn með strákunum. Síminn hringdi svo um fjögurleytið og ég gaf mig eins og auminginn sem ég er.
Fór út og fór í patýið. Átta flöskur af freyðivíni, endalaus vitleysu gangur og ógeðslega gamann. Við fórum í allskonar leiki og skemmtum okkur öll mjög vel. Síminn hringdi allt í einu og ég greip hann, hélt að það væri eitthvað að heima, en nei, þá var þetta vekjaraklukkan . Það var komin fótaferðatími og ég átti að vera að vekja dóttur mína á þessum tíma.
Ég fékk smá sjokk yfir klukkunni en það var ekki séns að ég færi heim til dóttur minnar í þessu ástandi. Ég hringdi í systur mína og bað hana að redda málunum fyrir mig, ég kæmi svo bara heim þegar stelpan væri farin í skólan. Ég var mætt heim klukkan hálf níu um morguninn og var satt að segja í annarlegu ástandi. Hálftími í vinnu takk fyrir. ég gerði mig eins sæta og hægt var og fór í vinnuna þurfti að vinna í 9 tíma þar sem mikið er í gangi. En ég keypti mér einhverjar töfratöflur um daginn og þær hjálpuðu mér að lifa þetta af. ég fór að sofa um miðnætti þetta kvöld og var bara nokkuð góð. en svaf vel og lengi.
Það sem þessi saga kennir okkur er að ég býð upp á ruglið og vitleysuna og get ekki haldið mig frá henni. svo ég get ekki kvartað....eða hvað kannski get ég bara kvartað yfir sjálfri mér.... bjór í kvöld...það var ekkert í gær sko... svo er bara að vera að dugleg að læra fram að helgi svo ég geti djammað lau....
kveðja.......miss McFlottirass
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 00:27
HAHA
Ég fer í þroskasálfræði fullorðinsáranna næst ,, svara þér þá
En mikið var nú skemmtilegt í Krákunni síðasta Fimmtud. Gaman að fá svona djammandi Big Band eða hvað þetta heitir. Gaman að hafa svona líf og fjör á fimmtudagskveldi. Ég fór heim kl. 4 frekar lítill svefn þá nóttina en alveg þess virði.
Ég var í námsferð í Tómstundafræði núna í byrjun vikunnar, fórum að Úlffljótsvatni gistum í skátaskála. Gengum 10 km kringum Úlffljótsvatnsfjall og lékum okkur endalaust. Þetta er svo skemmtilegt,, hópurinn verður svo samrýmdur. Og öll feimni hverfur. Þetta eru um 25 manns frá 20 ára upp í 50 ára, mjög gaman að vera í svona fjölbreyttum hóp af fólki. Ég á eftir að sakna þeirra eftir vikuna. Það er svo gaman í þessu námi og að vera í skóla, jibbí eintóm hamingja, haha
hlakka nú samt auðvitað að koma heim til litla pjakksins og uppáhaldsvinkonunnar minnar, sem ætlar að koma á djamm með mér eftir árshátið bæjarins á LAU. ÞAGI ? plíííís cant dance without you, you know ,,,, kveðja frá saklausu daðurdrósinni sem daðrar bara við háskólastráka þessa vikuna,, nei bara djóka,, ekkert daður og djamm bara 9 klst. í skólanum og svo heim að læra og sofa.............góða nótt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 13:54
Aldrei upplifað eitthvað svona áður....
Er ekkert neikvæð, bara er að pæla. Er að upplifa hluti sem eiga að tilheyra unglingsárunum og næ einhvern veginn ekki að slíta mig úr þessum vítahring. Ég get ekki bara hætt og einhvern veginn ekki sagt hvað mér finnst heldur...eina stundina er ég drottning og hina stundina er ég píka...hvað er í gangi eiginlega
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 23:57
Þetta er bara spurning um hvað
er í huga þínum þegar þú færð svona comment. Ef þú akkurat að upplifa BAD HAIR DAY og færð slæman comment um hárið þá tekuru það nærri þér því þú varst að fá staðfestingu á því sem þú varst að hugsa,, en ef þú varst nýbúin að kíkja í spegilinn og hugsa FLOTT HÁr og einhver labbar inn og segir " hárið á þér var nú flottara hinsegin" þá hugsar þú "huh hvað veit hann, ég er svo flottari núna) NIÐUR með neikvæða hugsun og UPP með þá jákvæðu og ef þú misstir af Opruh áðan finndu þá endursýninguna,, hún var akkurat með gæa til að hjálpa einhleypum konum að finna staði sem vænlegt er að rekast á karlmenn.,svo við þurfum að gera rannsókn á þessum stöðum, . Og áminningu til okkar að við verður sjálfar að setja upp the sexy face og trúa því að við séum flottastar til að hinir trúi því líka. kveðja
Saklausa skólastúlkan sem á ógislega klára vinkonu , bara hleður niður níunum (eins gott að standa sig líka)
Dægurmál | Breytt 11.10.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 17:24
pælingar!!!!!!!!!
Hvað varð um náungakærleikann?.... hversvegna segir maður eitthvað við fólk og pælir ekkert í því hvort það taki því eins og maður er að meina það...... crap... ég með minn kaldhæðni og aulahúmor missi alltof oft út úr mér eitthvað sem ég svo dauðsé eftir að hafa nokkurn tíma sagt, og furða mig oft á því hvers vegna þetta er. Hver hefur ekki lent í því að vera að spjalla við einhvern um daginn og veginn, en einhvern veginn er eitthvað sem situr eftir í manni.... kannski slæmt en það getur einnig farið á hinn veginn. Mannstu hvenær þú fékkst hrós síðast??....man maður eitthvað eftir því... það situr einhvern veginn fastar á manni þetta slæma, t.d. ef það er sagt, ertu búin að fitna?, eða: ætlarru ekkert að fá þér nýjann bíl?, er ekkert erfitt að vera svona ein alltaf?, það fer þér betur að vera með stutt hár..... einhver svona comment sitja í mér, veit ekki með ykkur. Kannski er ég bara þannig gerð að ég tek þessu sem slæmum commentum, en ekkert víst að fólk sé eitthvað að meina að ég sé feit, eða keyri um á ljótum bíl eða sé eitthvað ljót með sítt hár,.... Ætli þetta fari ekki bara eftir viðhorfi manns til manns sjálfs hvernig maður tekur á orðum annara, en maður ætti samt að passa sig hvað maður segir vegna þess að við vitum ekkert hvernig fólk tekur þessu og kannski bara hægt að orða eitthvað svona þannig að það virki ekki neikvætt eða niðrandi. hmm.. ætla að fara að passa á mér kjaftinn...þetta er ekkert grín sko.....
svo hef ég sagt mig úr FTM og er þar með laus við þá vitleysu, svosem nóg annað um að vera, en það er bara ekkert annað sem uppfyllir þessa frumhvöt og þá er spurning hvað á maður að gera. Taka með sér heim af djammi?....eins og það getur verið ömurlegt.... eða finna sér einhvern "vin" sem getur reddað manni í neyð?..... what to do..... öll comment vel tekin sko.... :)
sjoppustelpan....(svo ægilega hugsandi þessa dagana...og btw ekkert á þörfinni...bara hafa vaðið fyrir neðan sig...)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)