Óvæntur næturgestur !!

 

Glætan að ég hefði getað sofið heima hjá mér síðustu nótt.  ég var búin að liggja uppí rúmi í c.a. klukkutíma að glápa á sjónvarpið og var alltaf að heyra eitthvað skringilegt hljóð. Fyrstu hélt ég að það kæmi að utan en svo var nú ekki, þá fór ég að berja í videotækið sem b.t.w. kemur alltaf með einhver skringileg hljóð , en það átti ekki við í þetta skiptið.  Ég kíkti út um allt og fann bara ekki hvaðan þetta hljóð kom.   Þannig að ég lagðist bara út af aftur og hélt áfram að horfa á kastljósið.   Svo heyri ég hljóðið aftur, og nær mér í þetta skiptið. það var eiginlega bara alveg við hliðina á mér. Svo ég fer eitthvað að færa til dýnuna og kommóðuna, sé ég þá ekki mér til mikillar skelfingar, litla mús trítla frá kommóðunni minni.....ARG!!!! Pinch  fyrstu viðbrögð voru að hoppa upp af dýnunni, á nærbuxunum, og fram... með sængina utan um mig, ég hljóp beint fram í forstofu og fór í stígvél dóttur minnar.  Eftir að hafa staðið á nærbuxunum og stígvélum frammi í gangi þó nokkurn tíma þá óx mér kjarkur til að fara aftur inn í herbergið og ná í símann minn.  Ég hringdi í mömmu og bað hana að koma og hjálpa mér að ná helv...%$&#$% rottunni...við reyndum að finna hana í þó nokkurn tíma en þegar við svo náðum að fæla hana undan kommóðunni þá hljóp hún í áttina til mín....  og hvað gerði ég þá....  jú ég bara sparkaði í hana....heheh....   var að drepast úr hræðslu og ógeði....  hún fór svo bakvið fataskápinn og undir sökkulinn á honum svo það var ekki séns að komast að henni...Ég lét þá bara mömmu taka stelpuna heim til sín og hringdi í pabba og lét hann koma með músagildru til mín.......  ÐÖKK....Sick..  Ég vil ekki fá svona næturgest aftur...  og það verður erfitt að sofa aftur í þessu herbergi.

Thanx....  McFlottirass

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband