14.4.2008 | 17:11
Verðandi McFlottarirass
Ég var spurð í dag hvernig hafi gengið í skólanum, nú þegar hann er búinn.... jú mér gekk bara vel svaraði ég....með níu í báðum fögum þessa önnina,...þá var ég spurð hvort ég væri svona dugleg að læra.... nei ég viðurkenndi nú alveg að það væri ég ekki... ég kynni þetta bara svona vel. Heilbrigð skynsemi og reynsla kemur sér voðavel þegar maður er í svona námi. og jú kannski er ég soldið dugleg líka
Ég var í RVK í síðustu viku á námskeiði hjá iðntæknistofnun í stjórnun, það var voða gamann, strembið soldið að þurfa að sitja í tvo daga í röð í 6 tíma fyrirlestrum þegar maður er vanur að vera að vinna standandi í lappirnar sjö tíma á dag.
Var ég búin að segja ykkur hvað ég væri orðin feit.... jæja....það stendur til bóta.... er orðin illa ofvirk og á erfitt með að vera kyrr, svo það eru vonandi bjartir tímar framundan í þeim efnum.
seinna..... McFlottirass....
Athugasemdir
Feit hvað, iss kjaftæði,, Mcflottirass er að virka og höstlar feitt , það er það eina sem getur kallast feitt. Og minn er svo sannarlega ekki að höstla þessa dagana. Enda fastur við stólinn við tölvuna svo efir parturinn geti lært eitthvað af viti. Ekki allar skólastúlkur svo heppnar að vera lausar svo snemma. En léttir aðeins á eftir næstu viku. Síðasta staðlota á mán og þri. Svo styttist í próf. Djö hlakka ég til sjómannadagsdjamm... later
saklausa (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:47
sjómanna hvað... þar held ég að stofninn se uppurinn. en kannski eiga þeir vini !..... hér með auglýsist eftir tengdasonum fyrir feður okkar.... þetta gengur ekki lengur.
gellurnar, 19.4.2008 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.