Þarf frí til að jafna mig eftir fríið

Já gærkvöldið, reyndum að finna djamm en gekk alls ekki. Fullorðna fólkið bara heima eða að heiman alla vega enginn að djamma í Grundó litla fólkið á djammi á Skyldi.  Of ungt fyrir okkur þar. Tókum bara rúnt vinkonurnar og svo heim að sofa.  En já það er nú ekki bara einstök færsla heldur síðan okkar yfirleitt sem er EKKI fyrir fólk sem dæmir aðra fyrir hvers konar hegðun sem hver finnur uppá.  Fólk ætti ekki bara ALdrei að dæma aðra fyrir ósæmilega heldur taka þátt í því að hegða sér ósæmilega einstaka sinnum þó að dags daglega sé það að fara eftir hinum almennu hegðunarreglum.  Það er lagið til að hafa gaman af lífinu.  Woundering   HEHE en jæja já Páskafríð mitt búið að vera tómt púl. Skírdagur, vinna aukavinnu. Föstudagurinn langi þrífa heimilið og þvo þvott svo fór ég á ættaróðalið með litla guttann og þar var familían í vorþrifum og hörkupúli við viðgerðir á húsinu.  Helgin mín fór að mestu í að skafa af mörg lög af veggfóðri. Já mér er alveg sama þó það sé aftur í tísku EKKI Fá þér Veggfóður. Og nú er skrokkurinn í slæmu ástandi. öll liðamót í stirð og aum. Vöðvar bólgnir. Alveg gjörsamlega búin á því.  Vantar að fá frí til að jafna mig eftir páskafríið.  Sleeping   Kv. S. D.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband