29.2.2008 | 23:56
Með appelsínu í einni...
Og Sænska þjóðfánann í hinni gekk ég niður hamrahlíðina og söng hástöfum : HANN ER KOMINN ÞESSI DAGUR, SEM GEFUR OKKUR SÓL Í HJARTA.... Svo kunni ég nú ekki meira af laginu og lallalalaði bara restina. En eftir að Hafsteinn beinti mér á að ég væri með "plummer" þegar ég var að renna mér aftur á bak niður skaflinn gafst ég hreinlega upp. Þetta var greinilega ekki minn dagur og einhvern veginn varð ég bar að sætta mig við það að allir þurfa að vera asnalegir einhvern tímann, og þetta voru mínar 15 mín. Þá eru þær búnar. Hjálmurinn passaði ekki einu sinni á mig og táfýlann var ógurleg. Dóttir mín var hálfpartinn feginn að fá bara að fara inn, hún bara var komin með upp í kok.... æpti í sífellu " MAMMA VILTU GJÖRA SVO VEL !!!!" ég skildi ekkert hvað hún átti við, hélt að ég væri að skemmta öllum og þar á meðal og sérstaklega mér. ég tók bara prónavestið mitt og fór, heim að baka vöfflur, hvað gæti verið betra.....
TAkk fyrir mig McFlottirass
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.