13.2.2008 | 17:29
Tilraun .....
Áttum á einhvern hátt að prófa eitthvað sem síðasti fyrirlestur í Mannauðsstjórnun var um. Ég ákvað að fara auðveldu leiðina og gera bara tilraun með sjálfa mig og kúnnan, þeas.. ég notaði einn dag í það að ná augnsambandi við alla þá sem ég þjónustaði í vinnunni.
Sem væri nú ekki frásögu færandi nema hvað.
Inn kemur þessi líka fallegi maður, með grátt í vöngum, vel klæddur, sennilega svona 35-37 ára eitthvað solles. Ég alveg hljóp á kassann til að geta afgreitt hann og reynt að sanna fyrir sjálfri mér að ég get myndað augnsamband við hvern sem er. Ég horfði svo í augun á honum og sagði : "Góðan daginn herra" og brosti mínu blíðasta, og kannski með smá sona daður look í augunum, allavega brosti hann á móti og sagði : "Sæl fröken" bað svo um það sem hann ætlaði að versla. Ég klára svo afgreiðsluna, læt hann hafa kvittunina og segi : "gjörðu svo vel" hann þakkar þá fyrir sig og snýr sér við. Ég horfi á eftir honum og sé svo að hann snýr sér við og labbar upp að mér aftur og segir : " ´Það væri þá aldrei að svona falleg stúlka reykti ?" Ég alveg : "JÚ" Hann bauð mér að koma með sér út að reykja sem ég og þáði. Hann spurði mikið um Grundarfjörð og einnig mína hagi, Svo voru sígaretturnar okkar búnar og komið var að kveðjustund. Hann biður þá um símanúmerið mitt og spyr hvort hann megi ekki hafa samband við tækifæri. PlAHahaHHAHA... erum við að grínast.......
Love my job skilurru !!!!!!
McFlottirass.......really really flottirass sko!!!!!!!!!!!
Athugasemdir
aaaaaaaa ég er svoooooo öfundsjúk, þú ert í bestu vinnu í bænum til að hitta fólk, ég hitti bara fjölskyldumenn og það kemur fyrir að ég sé einn og einn heildsölukarl, en það er þá á svona 2 mánaða fresti, BESTA karlinn var sá síðasti sem kom við.
daðurdrósin (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.