13.2.2008 | 16:27
já svona til að samræma lærdóm við lífið
þá kemur hér meiri speki í bókinni Tilfinningagreind
Greindarvísitala og tilfinningagreind eru ekki andstæður heldur aðgreindi eiginleikar búa nú flestir yfir hvoru tveggja.
En dæmigerðar konur með háa greindarvísitölu eru gæddar því vitsumnalega sjálfstrausti sem við er að búast. Þær eiga auðvelt með að tjá hugsanir sína, hafa vitsunaleg viðfangsefni í hávegum og eiga sér margvísleg andleg og listræn hugðaefni. Þær hafa tilhneigingu til innhveefu, kvíða, heilabrota og samviskubits og hika við að láta reiði sína í ljós opinskátt.
En dæmigerðar konur sem eru greindar tilfinningalega eru yfirleitt ákveðnar í framgöngu og ófeimnar við að láta í ljós tilfinningar. Þær hafa sjálfstraust, eru ánægðar með sig og sjá tilgang með lífi sínu. Á sama hátt ogkarlar í hliðstæðum hópi eru þær félagslyndar og mannblendnar. Þær eiga auðvelt með að tja´sig tilfinningalega , auk þess sem þær þola streitu tiltölulega vel.Félagslegt jafnvægi auðveldar þeim að nálgast annað fólk. Sjálfstraustið gerir það að verkum að þær geta verið gáksafullar, hispurslausar og íhræddar við holdlegar upplifanir. Andstætt konum sem eru aðeins greindar vitsmunalega finna þær sjaldan fyrir kvíða eða sektarkennd, og þeim hættir ekki heldur til þess að sökkva sér í dapurleg heilabrot.
Þessar mannlýsingar eru öfgakenndar. Allir eru í senn gæddir tilfinningalegri og vitsmunalegri greind, í mismunandi miklum mæli. Af þessu tvennu er það þó tilfinningalega greindin sem leggur mun fremur til þá eiginleika sem gera okkur mennsk.
Ég held að við séum nú bara með hæfilega vel skammtað úr hvorum hóp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.