Tilfinningagreind

eftir Goleman, mæli með henni, mjög áhugaverð

smá bútur af bls. 20

...Ánægja hefur þær líffræðilegu breytingar helstar í för með sér að virkni eykst í þeirri heilastöð sem spornar við neikvæðum tilfinningum.  Þá stuðlar hún að því að auka tiltæka orku jafnframt því sem hún lægir kenndir er ala á áhyggjum.  Hins vegar verður engin sérstök lífeðlisleg breyting önnur en sú að  ákveðin ró færist yfir líkamann og kemur honum til að jafna sig fyrr en ella á þeim líffræðilegu hræringum sem stríðar kenndir valda. Þetta gefur kost á líkamlegri hvíld og vilji og athafnaþrá aukast gagnvart hverju því markmiði og viðfangsefni sem vera skal.

...Kærleiki, ástúð  og kynferðisleg fullnæging hafa í för með sér örvun utansemjuhluta ósjálfráða taugakerfisins en slík örvun er lífeðlisleg andstæða þeirra viðbragða sem ótti og reiði vekja og eru fólgin í því að hrökkva eða stökkva. Mynstur þessa kerfis sem oft er kallað "slökunarsvörun"  felur í sér viðbrögð sem ná til alls líkamans. Þau stuðla að kyrrð og ánægju og gera samvinnu auðveldari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband