18.1.2008 | 00:10
já já hún er komin
Djammlægð ársins, sem skellur alltaf á á þessum tíma. Janúar. Svo hressist aðeins yfir á þorranum með tilheyrandi blótum, en fólkið er nú í dvala þar til sólin nær að senda geisla sína yfir fjöllin á ný. Við erum þó ekki í neinu skammdegisþunglyndi, síður en svo. Bara höfum það kósy , það er vetur núna, allt á kafi í snjó, voða kósý að drekka kaffi eða kakó og spjalla við vini eða sitja einn með sjálfum sér og velta fyrir sér liðnu ári og nýju ári. alltaf heitt á könnunni, kveðja Miss innocent
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.