24.12.2007 | 00:03
skatan
já there´s something about the skata,, það bara er ekki Þorláksmessa án hennar, þó maður píni í sig nettum bita þá er það bara hefðin og henni skal maður halda
fylltum svo uppí með hangikjeti og rúgbrauði. Þetta var nú aldeilis fínt að við skildum nú loksins hafa það af að hittast með krakkana . Og kíkja í smá heimsókn hehe, þetta er nú voða kósý helgi,, skreyttum tréð í morgun mæðginin. Svo bara göngutúr í þessu fallega jólaveðri snjór og logn ,alveg eftir uppskriftinni að góðum jólum. Fyrir hádegi þarf maður svo að henda síðasta kortinu í póst og fara í jólabaðið ,, svo mega jólin bara koma. Hlakka svo til að borða jólamatinn hjá mömmu, humm já ég lofaði víst brósa að gera sítrónufromage. Og opna pakka og kort og borða nammi og spila. Svo mikill fjölskyldutími. Íbúðin mín er svo fín, angandi af greni, allt skreytt með gömlu jólaskrauti, var svo heppin að fá góða hjálp við að skipta út rimlagardínunum og ganga frá hátalarasnúrunum svo nú er ekkert drasl að þvælast fyrir mér. Ég bara get setið í sófanum og gert ekkert og sé ekkert sem ég þarf að gera,, góð tilfinning. Eigiði yndisleg jól vinir og hinir. Það ætla ég svo sannarlega að gera.
kveðja Saklausa jólastelpan


Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.