23.12.2007 | 14:50
Jólin jólin
Kom heim til mömmu á þorláksmessu, og fólk ekki alveg ánægt með lyktina af mér. Við fórum nefnilega vinkonunar með krakkana okkar á skötuhlaðborð í Krákunni. Litli guttinn hrækti nú bara út úr sér sínum fiskbita, og daman mín vildi ekki einu sinni smakka. Get kannski alveg skilið þau, ég borðaði þetta nú bara til að taka þátt í hefðum. Fannst þetta ekkert rosalega gott, en eitthvað við þetta. Jólin eru á næsta leiti, og þau koma bara. Voða gamann í vinnunni nóg að gera og allir í svo góðu skapi. Er það ekki þetta sem jólin snúast um, að vera með vinum og vandamönnum og gleðja aðra með brosi og hlýjum orðum, ég held það.
Gleðileg jól
McFlottirass
Athugasemdir
Sko mína líst vel á að þú borðir skötu að góðum vestfirskum sið ;)
Þórir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 22:38
Hey hvað er með þennan Þórir er hann af Vestfjörðunum eða er hann einn af þeim sem heldur að Grundarfjörður sé þar, hehe SS
gellurnar, 24.12.2007 kl. 00:08
he he Nei veit hvar Grundarfjörður er og Mcflottirass verður bara að útskýra hver ég er ;)
Þórir (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.