19.11.2007 | 23:15
Já ballið á laugard.kvöld
æ það var í lagi , ekki fleiri orð um það. Hittumst tvær vinkonurnar sem var mjög kósý, til að spjalla. Drukkum Razz í sprite. Fórum á ball, dönsuðum og heim að sofa. Ekkert merkilegt við það. Engir sætir karlar í þetta skiptið. Skipti svo sem engu, nenntum því hvort eð er ekki. En þvílíkt yndislegt útsýni sem ég hafði þegar ég vaknaði um hádegi og leit út um eldhúsgluggann. Ég horfði út spegilsléttan fjörðinn, með slatta af síldarveiðibátum, fjöllinn smágrá í toppinn, og sólarglæta teygði sig inn fjörðinn en náði þó ekki alla leið til mín. Ég bara gat ekki annað en hoppað í föt og farið út að ganga með hundkvikindið. Til að anda að mér þessum yndislega fallega vetradegi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.