Draumkenndar upplifanir

Löngu gleymdir gamlir fjandar skríða nú upp á yfirborð lífs míns og húka þar yfir öllu eins og þeim einum er lagið.  Úfið lífshafið sígur í sig síðustu gjörðir mínar og býður mér að gleyma.  Með ógnina yfirvofandi og lognið á undan storminum tek ég mín fyrstu skref í átt að nýju lífi.  Hræðslan í augunum og taumar löngu runninna tára geta komið upp um mig. En ótrauð held ég áfram.  Upplifun á atburðum sem marka persónuleikann, sem settu mark sitt á sálina og skildu eftir sig djúp ör. Ég vil ekki gleyma en þó ekki muna. Upphafið á nýjungum er að renna sitt skeið en hvað kemur á eftir upphafi....  er það endir....ef ekki...  hvað er þar á milli???  Hver er ég og hvað er ég að gera ?

 

Hugsuðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband