29.10.2007 | 18:30
Stórir Strákar.......
Í dag er ég þreytt, það reyndar kemur soldið oft fyrir. Alveg sama hvað ég sef, ég er alltaf þreytt. Í dag leitaði ég að holu, ætlaði að skríða í hana og vera þar sem eftir var. Ég var líka í mörgum fötum og var kalt, nú er mér heitt. Mig langar í knús. Einu sinni fór í á bílnum út í búð og labbaði heim, fattaði það ekki fyrr en daginn eftir. Ég bað einu sinni strák að giftast mér, hann sagði "svara þér seinna" hef ekki enn fengið svar frá honum, það eru 5 ár síðan. Einhvern tíma þegar ég var lítil var mamma að taka mig úr lopapeysu og ég fór úr axlarlið, var svoleiðis í 3 daga. Ég lenti líka undir dýnu og hætti að anda um tíma, það var bara blásið í litlu stelpuna. Ég eignaðist barn 19 ára. Ég elska þegar það er himinn, þ.e.a.s, stjörnur, norðurljós og þ.h. Mér finnst gott að kúra. Ég hef mjög gamann af því að horfa á handbolta og F1 í sjónvarpinu. Mér finnst gamann að vera í stórum jeppa. Ég þoli ekki tómatsósu.
Brot af mér. Miss McFlottirass
Athugasemdir
skemmtilegt......hömp hömp
gellurnar, 30.10.2007 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.