blús !

 

Hef ákveðið að prófa mig aðeins áfram í að syngja djazz og blús...   hvernig líst ykkur á það, þetta óperuvæl er orðið soldið þreytandi, ekki fyrir mig sko, mér finnst það mjög gaman. En aumingja fólkið sem þarf að hlusta á mig er bara ekki alveg með geðheilsuna í þetta.   Kannski þau ná að slappa betur af undir angurværum blústónum frá mér í framtíðinni,  held það sé líka meiri slökun fyrir mig að gera þetta sona. 

Ég er búin að vera svo þreytt síðustu daga að það er engu lagi líkt.   allt einhvern veginn að gefast upp í kringum mig.  nema að þvottavélin, hún er bara komin í lag held ég, búin að þvo tvær vélar og hún virkar enn, svo við vonum það besta, ekki satt.

Það kom til mín eldri maður í gær og spurði mig hvort ég væri búin að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, ég tók bara þetta sígilda :" ég held að ég stækki ekkert meira úr þessu", þá sagði hann " hvað þú ert nú varl meira en svo 19-20 ára"...  nú orðið er ég alltaf að lenda í þessu og ég held að það sé miklu frekar hvernig ég haga mér sem fólk heldur þetta en að ég sé eitthvað ungleg í útliti.  

 hvernig væri að koma með smá færslu um síðustu helgi......HA!!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hlakka til að heyra jazz og blús

s.d. (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband