13.9.2007 | 16:46
samningaviðræður :)
Fór til bankastjórans um daginn og spurði hvort ég gæti fengið að taka lán, ég var þá spurð hvernig tryggingu ég gæti gefið til þess að geta pottþétt borgað upp lánið, ég sagði henni að ég þekkti að minnstakosti 4 til 6 karlmenn sem væru til í að giftast mér og ef ég myndi ekki ná að borga þetta lán fyrir 35 ára aldur þá myndi ég leyfa einum þeirra að giftast mér og hann myndi þá sjá um að borga fyrir mig lánið. Inn kemur þá þjónustuúlltrúinn sem hafði heyrt á tal okkar og bauð mér bara að taka yfirdrátta heimild og þá þyrfti ég ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu,,,, gerði það og er bara mjög sátt með að þurfa ekki að fara að finna mér mannsefni strax. Skólinn er kominn á fullt ég er svaka dugleg, mæti í blak, fer í fótbolta, kóræfingar og er svo yfirleitt að vinna í svona 8-10 tíma vegna þess að vinnann mín er að skíta í sig...heh... allt í hávaða og drullu þarna og Aðalsjoppukellingin ekki á svæðinu svo stelpan þarf bara að sjá um þetta....en...kvarta ekki.... bara fjör, þó svo að maður deyji uppi í rúmi klukkan 23 á kvöldin, í sumar var ég að sofa svona 3-5 tíma á nóttu...núna þarf ég minnst 7 og varla að það dugi mér.......... er hægt að kaupa tíma af einhverjum... eða fá einhvern til að sofa fyrir sig, eða þrífa kannski bara.......
SÁTT!!!.....
sjoppustelpan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.